Um happdrætti

Sumarhappdrætti Lindakirkju -styðjum mikilvæg verkefni
Lindakirkja blæs nú til sumarhappdrættis.
Tilgangurinn með því er annars vegaar að styðja við Líknarsjóð Lindakirkju sem hjálpað hefur mörgum undanfarin misseri og að bæta aðstöðuna fyrir barna- og unglingastarf í Lindakirkju.

Vinningarnir í happdrættinu eru 52 talsins og nemur heildarverðmæti vinninga 409.597 kr.

Miðarnir eru seldir rafrænt. Miðaverð er aðeins 1500 kr. og rennur ágóðinn óskiptur til framangreindra málefna.
Útgefnir miðar eru aðeins 1200, en dregið verður úr seldum miðum. Útdrátturinn fer fram þann 18. Júní næstkomandi að viðstöddum fulltrúa Sýslumanns.

Vertu með í spennandi sumarhappdrætti og leggðu öflugu starfi Lindakirkju lið.

Skilmálar

Vinsamlega farið vel yfir happdrættiskaupin.