Um viðburð

Lindakirkja á afmæli - Lyftum okkur upp!

Nú í haust eru liðin 20 ár síðan safnaðarstarf í Lindasókn hóf göngu sína. Í tilefni afmælisins verða haldnir fjáröflunartónleikar fimmtudaginn 20. október kl. 12:00. Þar leggur glæsilegur hópur söngvara Lindakirkju lið, eða þau Gissur Páll Gissurarson, Páll Rósinkranz, Regína Ósk Óskarsdóttir, Sigríður Guðnadóttir og Þór Breiðfjörð að ógleymdri Diljá Pétursdóttur. Óskar Einarsson, tónlistarstjóri leikur á píanó með öllum söngvurunum og hefur umsjón með dagskrá tónleikanna. Miðaverð er aðeins 3.900 kr. og rennur það óskert til lyftusöfnunarinnar.

Um söfnunina

Löngu er orðið tímabært að sóknarbörn og önnur börn, ung og gömul, geti átt kost á að njóta þess stórkostlega útsýnis sem fyrir augu ber úr turninum og meðfylgjandi panorama mynd ber með sér. Síðastliðið vor var kjallari kirkjunnar tekinn í gegn og hafa þær breytingar nú þegar reynst mikil lyftistöng fyrir barna- og unglingastarfið. Lyfta í turnhús kirkjunnar myndi tryggja aðgengi allra að þeirri frábæru aðstöðu sem þar er.

Skilmálar

Vinsamlega farið vel yfir miðakaupin.

Kaupandi hefur 14 daga frá miðakaupum til þess að falla frá kaupum og óska eftir endurgreiðslu sbr. 1. mgr. 8.gr.laga nr.46/2000 um húsgöngu- og fjarsölusamninga. Ef viðburður er hinsvegar haldinn innan 14 daga frá miðakaupum á kaupandi ekki rétt á endurgreiðslu.
Nánar um skilmála hér