Um viðburð

Kór Lindakirkju heldur glæsilega jólatónleika sunnudagskvöldið 11. desember kl. 20:00 í Lindakirkju undir stjórn Óskars Einarssonar.

Á dagskránni eru gömul og góð jólalög í bland við ný sem koma öllum í jólaskap.
Sérstakir gestir eru söngvararnir Regína Ósk Óskarsdóttir og Íris Lind Verudóttir.

Hljómsveitina skipa Óskar Einarsson, Pétur Erlendsson, Páll Elfar Pálsson og Brynjólfur Snorrason.
Hljóðmaður er Andri Jóhannsson.

Miðaverð 3.900 kr.
Húsið opnar kl. 19:30.

ATH: Sæti eru ónúmeruð

Skilmálar

Vinsamlega farið vel yfir miðakaupin.

Kaupandi hefur 14 daga frá miðakaupum til þess að falla frá kaupum og óska eftir endurgreiðslu sbr. 1. mgr. 8.gr.laga nr.46/2000 um húsgöngu- og fjarsölusamninga. Ef viðburður er hinsvegar haldinn innan 14 daga frá miðakaupum á kaupandi ekki rétt á endurgreiðslu.
Nánar um skilmála hér